top of page

Við fengum Þorra Arnarsson í viðtal í gegnum instagram og spurðum hann nokkrar spurningar um hvaða áhrif tíska hefur á hann. 

Þorri er 23 ára tónlistamaður sem hefur mikinn áhuga á tísku. 

Nafn?

- Þorri Arnarsson.

Aldur?

- 23 ára.

Mesta sem þú hefur eytt í flík?

-ca 180 þúsund.

Hvaða áhrif hefur tíska á þig?

- Tíska hefur mjög mikil áhrif á mig. Ég vinn við tísku, allir vinir mínir vinna við tísku og ég hef pælt í henni síðan ég var mjög ungur.

Finnst þér þú alltaf þurfa að fylgja tískustraumnum?

- Auðvitað fylgi ég tískustraumum eins og allir hinir en ég er líka duglegur að prufa nýja hluti sem ég hef ekki séð áður og blanda því kannski við tískustrauma fylgjandi outfit.

Finnst þér þú vera dæmdur eftir því hvernig þú klæðir þig?

- Já mér finnst fólk dæma mjög mikið út frá því hvernig aðrir klæða sig. Og ég held að það sé bara allt í góðu á meðan fólk er ekki með hroka gagnvart fólki út frá stílnum þeirra. Maður getur alveg gert ráð fyrir að manneskja hafi áhuga á körfubolta ef hún er í Jordan fötum en maður getur samt aldrei verið alveg viss.

Hefur þú keypt þér eitthvað sem þér finnst ekki flott bara útaf tískunni?

- Nei veistu ég held að ég hafi aldrei keypt mér flík sem mér fannst ekki flott. Auðvitað á ég fullt af fötum núna sem að ég fíla ekki í dag en ég myndi aldrei kaupa mér flík sem mér finnst ekki flott, hvort sem að hypeið segir mer að kaupa hana eða ekki.

60865160_655021368254907_915921804592991
bottom of page