top of page

Við fengum að taka viðtal við Chase sem er 19 ára gamall tónlistamaður.

Nafn?

-Chase Anthony.

Aldur?

-19 ára.

Mesta sem þú hefur eytt í flík?

-Í eina flík? Þá er það örugglega úlpa frá 66*. Er ekki big spender þegar það kemur af fötum er meira reyna finna eitthvað vintage og vinna mig upp frá því.

Hvaða áhrif hefur tíska á þig?

-Hún er hefur engin svakaleg áhrif á mig en jú maður á það til að missa sig í sumum búðum því manni finnst svo margt cool er meira svona reyna finna minn eigin stíl en ju tek stundum smá inspiration frá nýjustu tískustraumum.

Finnst þér þú vera dæmdur eftir því hvernig þú klæðir þig?

-Fyrir mér skiptir engu máli hvort að fólk elskar eða hatar eh outfit sem eg er í því at the end of the day erum öllum sama en jú það eru margir sem eru alveg mikið í því að dæma fólk fyrir hvernig það klæðir sig.

Hefur þú keypt þér eitthvað sem þér finnst ekki flott bara útaf tiskunni?

-Já fór í búð í NYC þegar ég var i 9.bekk og keypti alltof mikið af flíkum, svona 80% af þessum flíkum voru bara ógeðsleg og ég keypti fötin bara því gæjinn í búðinni sagði að þetta væri heitasta shittið í dag.

bottom of page